Námskeiðslýsing:
Fyrirlestrar: Námskeiðinu er ætlað að gefa yfirlit yfir þróunarsögu og helstu atriði í byggingu og starfsemi hryggdýra. Fjallað verður um uppruna seildýra og hryggdýra. Gefið verður yfirlit yfir fósturfræði hryggdýra og helstu líffærakerfi þeirra. Rakin er þróunarsaga og uppruni helstu flokka seildýra og hryggdýra. Jafnframt er greint frá helstu aðlögunum þeirra að því umhverfi sem þau lifa í.
Æfingar: Krufning og skoðun mismunandi hryggdýra.
Prerequisites
Æskileg undirstaða LÍF214G Dýrafræði - hryggleysingjar
Learning outcomes
Nemendu öðlist
- skilning á þeirri aðferðafræði sem liggur til grundvallar mati okkar á skyldleika mismunandi tegunda og hópa seildýra og uppruna þeirra og þróunarsögu
- góða þekkingu á þróunarsögu og uppruni helstu hópa seildýra og hryggdýra
- góða yfirsýn yfir helstu atriði í fósturfræði, byggingu og starfsemi helstu líffærakerfa hryggdýra
- góðan skilning á helstu umskiptum sem verða í þróunarsögu hryggdýra, t.d. þróun höfuðs og kjálka, þróun landhryggdýra
- góðan skilning á hugmyndum manna um hvernig umhverisaðstæður hafa á hverjum tíma sett mark sitt á þessi umskipti
- góðan skilning á helstu aðlögunum dýra að vistkerfum á hverjum tíma
- færni til að þekkja alla helstu hópa núlifandi hryggdýra
- færni til að skoða og kryfja hryggdýr og greina sundur hin aðskiljanlegu líffæri, líkamshluta og vefi
Files/Documents
ISCED Categories
Biology
Ecology