Námskeiðslýsing:
Þróunarfræði: Darwin og þróun þróunarkenningarinnar. Tré lífsins. Náttúrulegt val og aðlögun. Vélvirki þróunarinnar: Erfðabreytileiki sem hráefni þróunar og tilurð hans. Erfðafræði náttúrlegs val. Þróun svipfarseiginleika. Hending í þróun og aðgreining stofna.Tegundir og tegundamyndun. Afleiðingar þróunar: Kynæxlun, Þróun lífsöguþátta. Barátta og samvinna. Samþróun meðal tegunda. Þróun gena og erfðamengja. Þróun og þroskun. Stórþróun og saga lífsins: Flokkun og þróunarsaga. Þróun og jarðsaga. Landafræði þróunar. Þróun fjölbreytileika lífvera. Þróun fyrir ofan stig tegunda. Þróun manns og samfélag manns.
Prerequisites
Nemendur í líffræði þurfa að hafa lokið LÍF101G Lífmælingar 1 til að mega skrá sig í þetta námskeið
Learning outcomes
Í lok námskeiðs getur nemandi:
- Greint frá hvernig þróunarkenningin hefur orðið til og meginhugmyndum Darwins um þróun
- Útskýrt helstu hugtök þróunarfræðinnar
- Greint á milli skýringa og tilgátna um aðlögun
- Sagt frá hvernig og afhverju stofnar lífvera þróast
- Útskýrt hvernig hinir mismunandi eiginleikar lífvera gætu hafa þróast vegna náttúrulegs vals
- Greint frá megin dráttum í sögu lífsins
- Sagt frá þróun mannsins
- Notað aðferðir til að greina þróun, svipfars og erfðabreytileika, með hermilíkönum, tölfræðilegum aðferðum og smíði ættartrjáa
Files/Documents
ISCED Categories