Námskeiðslýsing:
Helstu tegundir lífvera á landi og í ferskvatni Íslands. Kynntar eru helstu aðferðir við rannsóknir á vistfræði þurrlendis og ferskvatns. Lögð er áhersla á öflun og greiningu gagna og samanburð við fræðilega þekkingu um vistfræði þessara búsvæða. Samantekt og kynning á rannsóknarniðurstöðum.
Vettvangsferð verður 15. – 21. ágúst og auk þess fer kennsla fram tvær síðustu helgarnar í ágúst. Nemendur kynna verkefni sín einn laugardag í lok september.
Skil á stuttri samantekt á gögnum og á dagbók um vettvangsvinnu 22. ágúst. Nemendur velja eitt rannsóknarefni úr vettvangsferðinni og greina það ítarlegar, skila skýrslu um þá vinnu ásamt að kynna niðurstöður verkefnisins með fyrirlestri í seinni hluta september.
Námsmat byggir á kynningu á rannsóknarefni hvers nema í lok námskeiðs (40%) og skýrslu um sama efni (60%). Allir nemendur verða að mæta í námsferð og skila dagbók til að geta lokið námskeiðinu.
Prerequisites
- Nauðsynleg undirstaða STÆ209G Tölfræði og gagnavinnsla
- Nauðsynleg undirstaða LÍF311G Vistfræði
Learning outcomes
Að námskeiði loknu eiga nemendur að:
- þekkja helstu íslensku lykiltegundir dýra og plantna í sínu náttúrulega umhverfi
- kunna að setja fram afmarkaða rannsóknarspurningu og fylgja henni sjálfir eftir með viðeigandi gagnasöfnun, úrvinnslu, túlkun, skrifum og framsetningu
Files/Documents
ISCED Categories