Námskeiðslýsing:
- Séreinkenni spendýra
- Megináhersla er lögð á íslensk og önnur norræn spendýr
- Aðlögun og sérhæfing
- Orkubúskapur
- Samkeppni
- Heimasvæði og óðul
- Stofnstærð og stofnsveiflur
- Aðferðir við stofnstærðarmat: a) Talningar, b) Merkingar og endurheimtur, c) Aldursgreiningar og veiði
Prerequisites
- Nauðsynleg undirstaða LÍF311G Vistfræði
- Nauðsynleg undirstaða LÍF313G Dýrafræði - hryggdýr
Learning outcomes
Þekking og skilningur
- Nemandi þekki alla ættbálka spendýra og helstu einkenni þeirra.
- Nemandi þekkir helstu atriði sem gerir spendýrum kleift að lifa á norðurslóðum. Það innifelur atriði sem lúta að aðlögun byggingarlags, stærðar, lífeðlisfræði og atferlis vegna veðurfars og framleiðni.
- Nemandi þekkir mikilvægustu þætti í þróun aðlögunar að lífi spendýra á norðurslóðum og í hafinu.
- Nemandi hefur öðlast þekkingu á helstu vistfræðilegum ferlum og fæðuvefjum norðurslóða.
- Nemandi þekkir helstu aðferðir sem notaðar eru við mat á stofnstærðum bæði lítilla og stærri spendýra.
- Nemandi þekkir helstu aðferðir við greiningu á lýðfræðilegum viðbrögðum spendýrastofna við kvikum umhverfisaðstæðum, t.d. breytilegu fæðuframboði.
Hæfni í samskiptum, miðlun og upplýsingalæsi
- Nemandi er vel læs á og getur lagt mat á gæði birtra greina um rannsóknir í vistfræði spendýra.
- Nemandi hefur reynslu af öflun og úrvinnslu vísindalegra gagna í hópvinnu sem og samvinnu um að koma niðurstöðum á framfæri í greinarformi.
- Nemandi kann að byggja upp og rita bæði yfirlitsgrein og rannsóknargrein í vistfræði, þ.á m. rétta notkun heimilda.
Files/Documents
ISCED Categories
Biology
Ecology