Skip to main content
x

Eldisbúnaður (Facilities and Equipment (Aquaculture) )

Language

Icelandic

Course format On-site
Date 2021-04-19 - 2021-05-07

Námskeiðslýsing:

Megin inntak námskeiðsins fjallar um hvernig útbúa má og viðhalda góðum eldisaðstæðum fyrir eldi tegunda, einkum við eldi á landi.

Í námskeiðinu verður fjallað ýmsa þætti sem tengjast hönnun fiskeldisstöðva og rekstri þeirra, hvernig hafa má áhrif á nýtingu og hámarka afköst og virkni. Fjallað verður sérstaklega um vatnsöflun, vatnsflutning og vatnsnýtingu bæði í gegnumrennslis- og endurnýtingarkerfum. Hönnun eldisbúnaðar og lögmál sem gilda um virkni hans. Nemendur fá yfirsýn yfir samsetningu, virkni og rekstur endurnýtingarkerfa í fiskeldi og þjálfun í mælingum og stjórnun vatnsgæða.

Byggt verður ofan á þekkingu úr námskeiðunum Fiskur og vatn, frumfóðrun og seiðaeldi og áframeldi en kafað dýpra í námsefnið.

Markmið námskeiðsins er að nemandinn fái innsýn í starfsemi og notkun ýmiskonar tæknibúnaðar sem notaður er í fiskeldi. Kennd verður uppsetning og viðhald lagnakerfa í fiskeldisstöðvum. Fjallað er um virkni og notkun á ýmsum búnaði sem tengist viðhaldi á vatnsgæðum og eftirliti með þeim.

Námskeiðið stendur yfir í 4 vikur. Kennsla er í formi fyrirlestra, verkefna og verklegra æfinga. Í fjórðu viku námskeiðsins mæta nemdur í staðbundna lotu og þar fá nemendur að æfa sig í stýring endurnýtingakerfa og mælingum á vatnsgæðum.

Files/Documents

ISCED Categories

Conservation and environmental management
Machinery and operators
Aquaculture