Overslaan en naar de inhoud gaan
x

Umhverfismál fiskeldis (Environmental Issues of Aquaculture )

Taal

Icelandic

Course format On-site
Datum 2021-02-08 - 2021-02-26

Námskeiðslýsing:

Almennt markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist grunnþekkingu og skilning á helstu umhverfismálum er tengjast fiskeldi á heimsvísu og á Íslandi, sem og á helstu lögum og reglum er tengjast þessum málum hérlendis. Fjallað er um helstu umhverfisvandamál í fiskeldi og tengsl fiskeldis við hina villtu náttúru. Fluttur er almennur inngangur um umhverfisfræði og þau heimspekilegu viðhorf sem tengjast nýtingu náttúrunnar og því álagi á náttúrulegar auðlindir sem maðurinn veldur. Rætt er um mengunarefni í eldisvatni, aðferðir notaðar við hreinsun slíkra efna og áhrif mengunnar á náttúruleg vistkerfi og ólíka viðtaka. Fjallað er um röskun búsvæða í tengslum við fiskeldi, áhrif fiskeldis á nýtingu náttúrulegra stofna, samkeppni eldisfiska við villta fiska og erfðablöndun þeirra á milli. Farið er yfir helstu lög og reglugerðir er tengjast umhverfismálum fiskeldis, og lúta að staðarvali og rekstri fiskeldisstöðva á Íslandi. Þá er fjallað um tilraunir til fjöleldis og lífrænt fiskeldi. Kynntar eru helstu stofnanir sem koma að leyfisveitingum í tengslum við fiskeldi og gefin yfirsýn á stöðu umhverfismála í fiskeldi hérlendis. Námskeiðið stendur yfir í þrjár vikur. Fyrsti hluti námskeiðsins felst í fyrirlestrum og vinnu heimaverkefna. Í annarri viku er staðarlota, þar sem nemendur gera verklega æfingu, flytja fyrirlestur byggðan á vísindagrein og taka þátt í umræðum. Í þriðju viku námskeiðsins eru verkefnaskil og lokapróf.

Learning outcomes

Að loknu námskeiðinu ætti  nemandinn að geta

  • lýst gróflega helstu áhrifum mannsins á umhverfisvandamál samtímans, hvað átt er við með sjálfbærri þróun, og heimspekilegum viðhorfum tengdum nýtingu náttúrunnar.
  • útskýrt eðli mengunar og búsvæðaröskunar vegna fiskeldis, áhrifum þessara þátta á náttúruleg vistkerfi, og hvernig lágmarka má þessi áhrif.
  • gert grein fyrir mögulega neikvæðum samskiptum eldisdýra við villta stofna, t.d. nýtingu á uppsjávarfiskum til fiskimjölsframleiðslu, erfðablöndun, samkeppni og sjúkdóma.
  • gert grein fyrir lagaumhverfi fiskeldis hérlendis, hlutverki helstu stofnana við leyfisveitingar og eftirlit, og aðferðum til að halda utan um notkun mengunarefna í fiskeldi.
  • tekið saman niðurstöður vísindagreina um umhverfismál fiskeldis

Files/Documents

ISCED Categories

Marien and maritiem recht
Biologie
Ecologie
Conservatie en milieumanagement
Aquacultuur