Námskeiðslýsing:
Í námskeiðinu er farið yfir helstu framleiðslueiningar í matvæla- og fiskvinnslu með höfuðáherslu á vinnslu sjávarafurða á Íslandi. Helstu aðferðir sem fjallað er um eru kæling, frysting, þurrkun, söltun, reyking og niðursuða. Einnig er fjallað um hönnun vinnsluferla fyrir sjávarafurðir, svo sem í ferskfiskvinnslu, rækjuvinnslu, mjöl- og lýsisvinnslu, niðurlagningu, frystihúsum á sjó og landi, saltfiskvinnslu og fiskþurrkun. Farið er í fyrirtækjaheimsókn og nemendur skila um hana stuttri greiningu á flæði í vinnslu. Nemendur vinna einnig tæknilegt verkefni sem valin eru í samráði við kennara og skila skýrslu um það.
Hluti fyrirlestra gæti verið fluttir á ensku, námsefni verður þá einnig aðgengilegt á íslensku.
Prerequisites
Æskilegir undarfarar eru eðlisfræði, hagnýt stærðfræði I, stærðfræði II og almenn efnafræði.
Learning outcomes
Að námskeiðinu loknu á nemandinn að geta:
- Lýst megingerðum vinnslueininga og vélbúnaðar í matvælavinnslu, einkum vinnslu sjávarfangs
- Skilgreint áhrif mismunandi vinnslueininga á matvæli
- Rökstutt val á hentugum búnaði og aðstæðum við mismunandi vinnsluferla, geymslu og flutninga
- Notað niðurstöður mælinga á hráefni og afurð úr ákveðnum vinnsluferlum til að meta áhrif á efna- og eðliseiginleika, gæði, stöðugleika og öryggi afurðanna
- Lagt mat á hönnun og uppsetningu vinnsluferla með tilliti til hámarksárangurs í framleiðslu
- Reiknað út mikilvægar stærðir er varða framleiðslu, s.s. massa- og orkuflæði og nýtingu.
Files/Documents
ISCED Categories