Skip to main content
x

Veiðitækni (Fishing Gear Technology )

Language

Icelandic

Course format Blended
Date 2020-08-15 - 2020-12-16

Námskeiðslýsing:

Námskeiðið fjallar um grundvallaraðferðir við fiskveiðar, fiskileitartækni og hlutverk fiskiskipstjórans sem veiðimanns. Námskeiðið skiptist í eftirfarandi hluta:  Hlutverk fiskiskipstjórans sem veiðimanns. Umhverfisaðstæður neðansjávar. Lögun, hreyfing og sundgeta fiska. Skynfæri fiska: Sjón,heyrn og lyktar/bragðskyni. Efni veiðarfæra, möskvi og netið. Helstu veiðarfæri og veiðiaðferðir. Hegðun fiska við veiðarfæri. Flokkar skipa, nauðsynlegur búnaður og tenging við veiðarfæri. Grunnhugtök fiskileitartækni og uppbygging hljóðbylgju. Verklegur hluti námskeiðsins inniheldur tilraun á rannsóknarskipi með valin veiðarfæri og siglinga- og fiskileitartæki, heimsókn í veiðarfæragerð og skoðun á veiðarfæralíkönum. Hluti fyrirlestra gæti verið fluttur á ensku.

Prerequisites

Learning outcomes

Að námskeiðinu loknu á nemandinn að geta:

  1. Lýst fiskiskipum og nauðsynlegum búnaði sem þarf til fiskveiða með veiðarfærum
  2. Gert grein fyrir sjón,heyrn, lyktar/bragðskyni og sundgetu fiska almennt
  3. Framkvæmt einfalda útreikninga í netfræði
  4. Lýst helstu veiðarfærum sem notuð eru við Ísland og hvernig fiskur veiðist í þau
  5. Gert grein fyrri hegðun fiska við veiðarfæri
  6. Borið saman áhrif helstu veiðarfæra sem notuð eru við Ísland á vistkerfið
  7. Aflað gagna um sjávarútveg, unnið með þau í töflureikni og skilað sem heilstæðu verkefni
  8. Útskýrt grundvallaratriði fiskileitartækni og notkun helsta búnaðar
  9. Framkvæmd veiðar með nokkrum tegundum veiðarfærum.

Files/Documents

ISCED Categories

Biology
Machinery and operators
Fisheries