Skip to main content
x

Alþjóðlegur sjávarútvegur (Global Seafood Industry )

Language

Icelandic

Course format On-site
Date 2021-01-11 - 2021-05-07

Námskeiðslýsing:

Í þessu námskeiði er fjallað um valdar fiskveiðar erlendis. Nemendur yfirsýn yfir sögu alþjóðlegs sjávarútvegs, helstu fiskveiðar, helstu afurðir og flæði sjávarafurða á heimsvísu, ásamt kynningum á hugtökum sem tengjast flutningum afurða og greiðslu þeirra. Í námskeiðinu verður einnig skoðuð þróun í kröfum um vistfræðilega, efnahagslega og samfélagslega sjálfbærni og áhrif þess á markaði fyrir sjávarfang. Helstu viðfangsefni: Veiðar eftir heimsálfum og helstu veiðiþjóðum. Söguleg þróun fiskveiða og fiskveiðistjórnun ýmissa þjóða og helstu áskoranir. Rekjanleiki, vöruvottun og upprunavottorð afurða. Framboð sjávarafurða og mannfjöldi. Samkeppnistegundir sjávarafurða og fiskneyslu. Fiskveiðar og sjávardýraeldi eftir heimsálfum og helstu þjóðum. Vinnsla og afurðaflokkar frá fiskveiðum og eldi. Yfirlit yfir stærstu sjávarútvegs- og fiskeldisfyrirtækin. Alþjóðavæðing fyrirtækja og framleiðslu. Nútíma iðnvæddar veiðar á móti veiðum í þróunarlöndum. Flutningur vöru, greiðsluábyrgðir, gjaldmiðlar og varnir. Hluti fyrirlestra gæti verið fluttur á ensku.

Í verklega hluti námskeiðsins verður farið í vettvangsferð í sjávarútvegsfyrirtæki með lóðrétta samþættingu (veiðar, vinnslu og markaðsstarf)

Prerequisites

Learning outcomes

Að námskeiðinu loknu á nemandinn að geta:

  1. Skýrt flæði sjávarafurða í alþjóðavettvangi og tengt það við sögulega þróun mannfjölda og markaða
  2. Nefnt helstu tegundir og hópa sem veiddir eru
  3. Borið saman aðferðir við fiskveiðistjórnun hjá helstu veiðiþjóðum
  4. Fjallað um núverandi og sögulega þróun í aflamagi, afurðum og vinnsluaðferðum á mikilvægustu fiskistofnum í heiminum
  5. Sótt afla og markaðsgögn um sjávarútveg, unnið með þau í töflureikni og skilað sem verkefni
  6. Fjallað um flutning vöru á alþjóðamarkaði, helstu flutningsmáta og skilmála flutninga
  7. Lýst rekjanleika, vottunum þriðja aðila og umhverfisvottanir
  8. Skýrt áhættu af gjaldmiðlum og greiðslufalli og hvernig verjast má þessum þáttum

Files/Documents

ISCED Categories

Aquaculture
Fisheries