Skip to main content
x

Áframeldi (Ongrowing (Aquaculture) )

Language

Icelandic

Course format On-site
Date 2021-01-11 - 2021-02-05

Námskeiðslýsing:

Markmið námskeiðsins er að kynna nemendum mikilvægi líffræðilegra og tæknilegra atriða við eldi á fiski frá seiðastigi að matfiskstærð. Í námskeiðinu verður fjallað um eldi á laxfiskum og helstu sjávarfiskum sem virðist álitlegt að ala á Íslandi. Umfjöllun um mikilvæga þætti sem hafa áhrif á framleiðslu og rekstur. Kennt í 4 vikur Kennslan byggist einkum upp af fyrirlestrum og sýnidæmum. Nemendur vinna framleiðsluáætlanir og vaxtarúrteikninga. Gera áætlanir um fóðurþörf, fóðurkostnað og aðra kostnaðartengda þætti sem tengjast fiskinum og rekstri fiskeldisstöðvar eftir því sem við á. Útreikningar á vatnsþörf- flutningi vatns inn og út úr eldisrými, strumsetning í keri, viðhald vatnsgæða og rýmisþörf

Learning outcomes

  • Þekkja, geta sett upp og unnið með búnað er tengist áframeldi fiska af ýmsum tegundum.
  • Geta metið þörf á stærð eldisrýmis s.s. kerja og kvía
  • Þekkja aðferðir við staðarval fyrir kvíar
  • Þekkja áhrif lögunar kerja á vatnsflæði og vatnsgæði
  • Kunna skil á áhrifum helstu umhverfisþátta á vöxt fiska- hitastig, ljóslota, birta, straumur, þéttleiki o.s.frv.
  • Þekkja næringar- og orkuþarfir eldisfisks á ýmsum stigum.
  • Fóðrunartíðni og fórðunartækni í matfiskeldi.
  • Aðferðir við mat á vexti og fóðurnýtingu.
  • Geta sett upp vaxtar- og fóðuráætlanir Þekkja forsendur fyrir og geta sett upp framleiðsluáætlanir

Files/Documents

ISCED Categories

Biology
Machinery and operators
Aquaculture