Skip to main content
x

Verknám (Practicum (Aquaculture) )

Language

Icelandic

Course format On-site
Date 2021-04-26 - 2021-07-26
Duration 12 weeks

Námskeiðslýsing:

Verknámið er hluti diplómanáms og vinnur hver nemandi í tólf vikur í fiskeldisstöð. Nemandinn á að skila eðlilegu dagsverki og skal hann taka þátt í öllum algengum störfum sem unnin eru á viðkomandi eldisstöð. Jafnframt því skal nemandi vinna að umbótaverkefni að eigin vali hjá fyrirtækinu í samráði við stöðvarstjóra og umsjónarmanns verknáms. Nemandinn hafi aðgang að tölulegum upplýsingum sem tengjast framleiðslunni, svo sem gögn yfir vatn, vatnsgæði og vatnsmeðhöndlun, fóður og fóðrun, vöxt og vaxtarferla, auk kostnaðartengdra þátta (sem umsjónarmaður er viljugur að láta í té).

Verklag: Nemandanum skal gefinn kostur á að vinna sjálfstætt að störfum eftir því sem starfsreynsla og geta hans leyfir. 
Auk ofangreindra starfa er nemandanum ætlað að greina þætti sem betur gætu farið í rekstri, vinnulagi og skipulagi eldisstöðvarinnar og beita þekkingu sinni til að gera tillögur að endurbótum/breytingum sem mætti nýta til hagræðingar og framfara fyrir eldisstöðina. Nemendur geta haft hugmyndafræði SVÓT-greininga til hliðsjónar við þessa vinnu og greina þannig styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri fiskeldisstöðvarinnar.

Verkefnunum skal skila og þau kynnt í Verinu á Sauðárkróki í lok verknámstímans.

Verknámið er hluti af diplómagráðu, en er ekki metið  til BS-náms.

Prerequisites

Forkröfur: Öll bókleg námskeið fiskeldisbrautar.

Learning outcomes

Þekking:

Að nemandi hagnýti þá bóklegu þekkingu sem hann hefur öðlast í náminu og þekki:

  • Vöxt og næringarþarfir fiska og geti metið hvorutveggja.
  • Helstu sjúkdóma a.m.k. einnar eldistegundar, fyrirbyggjandi aðgerðir og viðbrögð gegn þeim.
  • Virkni búnaðar til þess að bæta vaxtarskilyrði í eldisvatni og nýtingu þess.
  • Helstu eðliseiginleika vatns og hegðun uppleystra efna og lofttegunda í vatni
  • Lífsferil a.m.k. einnar eldistegundar
  • Straumfræði eldiskerfa
  • Helstu þætti er lúta að velferð eldislífvera
  • Líffræðilegar þarfir og kjörskilyrði fiska
  • Áhrif og samspil tæknilegra og líffræðilegra þátta á framleiðslu og rekstur

Leikni:

Að nemandi hagnýti þá bóklegu þekkingu sem hann hefur öðlast í náminu og geti:

  • Gert fóðuráætlanir og metið vöxt
  • Gert framleiðsluáætlun og metið helstu framleiðslukostnaðarliði
  • Notað töluleg og grafísk gögn
  • Lýst einföldum fræðilegum atriðum og rannsóknarniðurstöðum
  • Flutt lifandi fisk
  • Annast hrogn
  • Frumfóðrað fisk
  • Metið gæði og viðhaldið gæðum eldisvatns

Hæfni:

Að nemandi hagnýti þá bóklegu þekkingu sem hann hefur öðlast í náminu og geti:

  • Sinnt öllum sérhæfðum störfum í fiskeldisstöð
  • Beitt þekkingu sinni til þess að hámarka framleiðni/afrakstur fiskeldisstöðvar
  • Alið lífverur á umhverfisvænan hátt
  • Aflað sér aukinnar þekkingar og tileinkað sér nýjar aðferðir við fiskeldi

Files/Documents

ISCED Categories

Biology
Conservation and environmental management
Machinery and operators
Aquaculture